Báruklæðningar

Báruklæningar eru búnar að sanna sig í áratugi á íslandi, og flestir þekkja mjög vel. Efnis og litaval hefur hinsvegar stór aukist, og er mikið notað Ál, Aluzink, Galv. Báruál er mjög vinsælt bæði í þak- og veggklæðningar. Algengt er að klæða veggi með báruáli að stærstum hluta en hafa annars konar klæðningu með, t.d. sléttplötu- og panelklæðningu eða jafnvel harðviðarklæðningu. Það hefur komið mjög vel út og má sjá sýnishorn í myndagallerýinu okkar. Gluggastykki eru beygð á sérstakan hátt ásamt úthornum og innhornum. Allt þetta er fest á álundirkerfi og hnoðast eða skrúfast á með ryðfríum skrúfum.