Sérsmíði

shutterstock_158114813Við munum kappkosta að koma hugmynd þinni í smíði. Blikkmiðjan Vík hefur tekist á við mörg flókin sérsmíðaverkefni og getið sér gott orð fyrir. Þar kemur áratuga reynsla, þekking og færni eigenda og starfsmanna til góða. Við smíðum töluvert úr eðalmálmum; kopar, messing, áli og ryðfríu stáli. Þar á meðal eldhúsháfa fyrir mötuneyti og heimili ásamt veggklæðningum hverskonar. Verkefnin eru fjölmörg; tengiskápar, flasningar, þaktúður, hitaveituskápar, álkassa, loftræstingar, blikkskápa, hurðastál, þakkanta, þakrennur, niðurföll, parketlista, vinkla, festingar, ofl.

Dæmi um sérsmíði:
• Allar gerðir loftræstikerfa
• Allar gerðir af eldhúsháfum og blásurum
• Loftristar og ventlar
• Eldvarnar- og brunalokur F60
• Hitablásarar með tilheyrandi stjórnbúnaði
• Einangrun og álklæðning á frysti-, hita- og kælilagnir
• Innréttingar fyrir hesthús
• flasningar og áfellur
• Hatta- og lofttúður
• Veðurhlífar
• Þakrennur
• Þakniðurföll
• Þakrennubönd
• Stálklæðningar
• Spíralrör
• Þakgluggar
• Þakkantar og klæðningar
• Þakklæðningar
• Hurðastál
• Gluggastykki
• Stál á veggi og sökkla
• Veggfestingar fyrir sjónvarp
• Hillur fyrir geymsluna
• Hitaveituskápar