Blikkmiðjan Vík hefur tekist á við mörg flókin sérsmíðaverkefni og getið sér gott orð fyrir. Þar kemur áratuga reynsla, þekking og færni eigenda og starfsmanna til góða.
Við smíðum töluvert úr eðalmálmum; kopar, messing, áli og ryðfríu stáli. Þar á meðal eldhúsháfa fyrir mötuneyti og heimili ásamt veggklæðningum hverskonar. Verkefnin eru fjölmörg; tengiskápar, flasningar, þaktúður, hitaveituskápar, álkassa, loftræstingar, blikkskápa, hurðastál, þakkanta, þakrennur, niðurföll, parketlista, vinkla, festingar, ofl.
Efnisval er auðvitað mikilvægt og viljum við gjarnan leiðbeina þér með að velja það sem hentar best að nota hverju sinni .
SJÁ NÁNAR