Panelklæðningar eru mikið notaðar á veggi og í loft. Efnis og litaval er mikið en helst er notað Ál, Aluzink, Galv. Og Zink. Álplötur eru klipptar og beygðar á báðar langhliðar í panela. Hæð panelsins ákvarðast af módul hússins. Úthorn eru beygð í svokallaðan hattprófíl og gluggastykki einnig. Panellinn hnoðast á álundirkerfi, festingar eru oftast sýnilegar og hnoð eru með hettum í sama lit og klæðningin. Einnig er hægt að hafa faldar festingar.