Sléttplötuklæðningar

Sléttplötuklæðning er yfirleitt auðveld í vinnslu og reynist alltaf vel. Vinsælt efnisval er 2mm ál sem er fáanlegt í fjölmörgum litum.

Þeir sem velja sléttplötuklæðningu hafa um þrjár útfærslur að velja:

  1. Sléttar plötur klipptar eftir málum.
  2. Sléttplötuklæðningu með vatnsbroti og einfaldri yfirfellingu.
  3. Sléttplötuklæðningu með vatnsbroti og tvöfaldri yfirfellingu.

Í öllum útfærslum eru innhorn og úthorn beygð sem og gluggastykki og vatnsbretti. Undirkerfið er úr áli en plöturnar eru hnoðaðar á leiðarakerfið og festingarnar eru því sýnilegar.