Frá árinun 1985

Höfum við verið í eigu sömu fjölskyldu. Allt frá þeim tíma hefur Blikksmiðjan Vík byggt upp trausta, faglega þjónustu með öflugum tækjakosti, hæfu starfsfólki og áratuga þekkingu. Fyrirtækið er staðsett að Skemmuvegi 42 í Kópavogi og sérhæfir sig í blikksmíði og loftræstikerfum fyrir fjölbreytt verkefni.

Þjónusta og sérhæfing

Blikksmíði og Klæðningar

  • Sérsmíði með fjöllokk sem gerir kleift að bjóða upp á fjölbreytt munstur í gataplötur.
  • Pönnuklæðningar, panelklæðningar, báruklæðningar og sléttplötuklæðningar – fyrir öll húsform og þakgerðir.
  • Þakkantar í óteljandi útfærslum.
  • Mikið framboð af efni og stærðum, með faglega ráðgjöf um efnisval.

 

Loftræstikerfi og loftkæling

  • Stórfyrirtæki í lyfjaiðnaði og álverum
  • Íbúðarhúsnæði, eldhús, mötuneyti og baðherbergi
  • Sérhæfð svæði eins og tölvuver, sprautuklefa og efnaiðnað
  • Síuskipti og viðhald: Reglubundið eftirlit og stillingar á kerfum, tryggir hreinna loft og forvarnir gegn frostskemmdum.