Læstar klæðningar henta einstaklega vel sem þakklæðning eða veggjaklæðning. Læst þök eða veggir eru hvorki skrúfuð né nelgd í gegnum efnið sem gerir þau að einstakri og góðri lausn á þakið. Fáanlegt í hvaða lengd sem er. Unnið oftast úr 0,7mm þykku efni: Ál, Kopar (Eir), Zink, Járn.
Læstar þakklæðningar
Þegar talað er um góða endingu á þakefnum ber helst að líta á hús eins og Alþingishúsið eða kirkjur landsins. Áratuga eða jafnvel alda ending er á þessum þökum. Þess má geta að hægt er að klæða hin flóknustu þök með því að læsa klæðningu á þau og leysa þar með kannski ákveðið vandamál. Einnig má læsa klæðningu á þakkanta og veggi. Þegar að því kemur að velja efni er gott að staldra aðeins við og hugsa sig aðeins um áður en ákvörðun er tekin. Efnisvalið stendur oftast um eir eða zínk, en ál er þó einn af bestu kostunum sem völ er á í dag. Viljum við benda sérstaklega á að falsonalál er sérstök efnablanda af áli til þakklæðninga, það fæst í fjölda lita og litbrigða. Vélarnar eru allar þýskar hágæða vélar og tryggja bæði hámarks afköst og gæði, sem ætti að skila sér til viðskiptavina okkar.