Blikksmiðjan Vík hefur smíðað og séð um uppsetningu loftræstikerfa í stórfyrirtækjum m.a. í lyfjaiðnaðinum og álverum. Einnig loftræstingar í íbúðarhúsum og afsog frá eldhúsum, mötuneytum, baðherbegjum ofl. Vík er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og útvegun loftræstibúnaðar og hefur tvívegis unnið til viðurkenningarinnar; Lofsverð lagnaverk sem veitt er á vegum Lagnafélags Íslands. Fyrst fyrir smíði og uppsetningu á loftræstingu fyrir Sjóvá-Almennar árið 1996 og svo fyrir þátttöku í loftræstingu fyrir lyfjafyritækið Delta árið 1998. Við kappkostum við að uppfylla ýtrustu kröfur og mæta óskum viðskiptavinarins. Loftræstingar eru margbreytilegar eftir þörfum viðkomandi húsnæðis og aðstæðna innifyrir.
Starfsaðstöður
Þar sem margt fólk starfar og mikill hiti eða annað veldur breytingu á andrúmslofti eða umhverfi skal endurnýja andrúmsloftið með loftræstingu og tryggja að næg loftskipti séu í öllum rýmum húsnæðisins. Þar sem innanhússstörf valda mengun og óhollustu þarf að loftræsta, svo sem í sprautuklefum og lyfjafyrirtækjum eða hvers konar efnaiðnaði. Loftkælinga er oft þörf, til dæmis í tölvuverum, töfluherbergjum og á öðrum hitagefandi stöðum.
Heimahús
Tökum að okkur að leggja allar tegundir af loftræstingar í heima húsum, svo sem í baðherbergjum,þvottahúsum og eldhúsum. Einnig tökum við að okkur að setja upp eldhúsháfa eða hverskonar eldhús útsog sem til þarf á við komandi stað. Útblásturs lagnir fyrir þurkara, ennig sjálftrekkjandi eða vélræn útsogskerfi eftir þörfum. Eigum ávalt á lager hjá okkur þaktúður, veðurhlífar, blásara,og barka alla hluti til að koma loftræstimálum í lag hjá þér. Við munum kappkosta að veita þér sem bestu þjónustu sem völ er á.
Síuskipti
Láttu okkur sjá um síuskipti í loftræstikerfinu þínu. Sjáum einnig um að koma í reglulegar síuskiptingar í t.d. fjölbýlishús sé þess óskað., sjáum einnig um stillingar og eftirlit með öllum loftræstikerfum. Vel hirt loftræstikerfi tryggir hreinna loft á viðkomandi stað og tryggir einnig að virkni stjórntækja sé í lagi.
Viðhald
Athugið að í frostum á haustin frostspringa hitakerfi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi.